John Stockton leggur skóna á hilluna eftir 19 ára feril

John Stockton.
John Stockton. AP

John Stockton leikmaður NBA-liðsins Utah Jazz s.l. 19 ár hefur tekið þá ákvörðun að hætta að leika með liðinu en Stockton er 41 árs gamall. Engin leikmaður hefur gefið eins margar stoðsendingar í NBA-deildinni en alls eru sendingarnar 15.806 og að auki hefur Stockton "stolið" knettinum 3.265 sinnum. Stockton missti aðeins úr 22 leiki á ferli sínum en hann lék 1.504 leiki af 1.526 leikjum liðsins frá árinu 1984.

Stockton lék til úrslita um NBA-titilinn árið 1997 og 1998 en Jazz tapaði gegn Chicago Bulls í bæði skiptin. Stockton varð Ólympíumeistari með Bandaríkjunum árið 1992 í Barcelona og í Atlanta árið 1996.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert