Landsvirkjun og Hjólreiðanefnd ÍSÍ undirrita samstarfssamning

Landsvirkjun og Hjólreiðanefnd ÍSÍ skrifuðu í dag undir samstarfssamning fyrir sumarið 2005 undir kjörorðinu Virkjum eigin orku! Hjólreiðanefnd ÍSÍ og þrjú aðildarfélög hennar koma að þessum samningi og það eru Hjólamenn, Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Hjólreiðafélag Akureyrar.

Fram kemur í tilkynningunni að markmið samningsins sé að kynna hjólreiðar og örva almenning til að stunda íþróttina. Hjólreiðafélögin muni halda átta hjólreiðamót í 2 bikarmótum þar sem keppt verður um Landsvirkjunarbikarinn og þrjár hjólreiðahátíðir á Suðurnesjum, Blönduósi og Akureyri þar sem lögð verður áhersla á þátttöku almennings og þá sérstaklega barna og unglinga.

Þá verður haldinn vísir að Íslandshjólreiðunum með fjögurra daga reiðhjólakeppni 23.-26. júní á höfuðborgarsvæðinu og við Búrfell.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert