Sekt Hattar felld niður en leikurinn tapaður

Höttur á Egilsstöðum og Handknattleikssamband Íslands náðu í gær sátt um niðurstöðu í máli varðandi leik ÍBV og Hattar í 1. deild karla sem átti að fara fram í Vestmannaeyjum þann 19. nóvember. Leikmenn Hattar héldu á brott frá Eyjum áður en leikurinn átti að hefjast, vegna slæms veðurútlits, og dómararnir með þeim. HSÍ fellir niður sekt þá sem lögð hafði verið á Hattarmenn, 250 þúsund krónur, en úrslitin sem úrskurðuð voru, 10:0 fyrir ÍBV, standa óbreytt.

Í sameiginlegri yfirlýsingu sem HSÍ og Höttur sendu frá sér í gærkvöld segir að málinu sé lokið í fullri vinsemd og bróðerni af hálfu beggja aðila. "Stjórn Hkd. Hattar þykir jafnframt miður að hafa þurft að yfirgefa leikstað í Vestmannaeyjum vegna veðurs áður en leikurinn gat farið fram og lýsir því jafnframt yfir að fallið er frá kæru sem lögð hefur verið fram. Það er von beggja málsaðila að mál sem þessi endurtaki sig ekki í framtíðinni, enda styður HSÍ þá uppbyggingu á handknattleik á Austurlandi sem átt hefur sér stað á vegum Hattar, sem og alls staðar annars staðar á landsbyggðinni," segir í yfirlýsingunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert