Þrír Íslendingar kepptu í Tour du Mont-Blanc

Birkir Árnason, Höskuldur Kristvinsson og Börkur Árnason.
Birkir Árnason, Höskuldur Kristvinsson og Börkur Árnason.

Öllum Íslendingunum sem tóku þátt í Tour Du Mont-Blanc hlaupinu, sem er 163 km, tókst að klára hlaupið. Hlaupið er í kringum Mont Blanc-tind í Alpafjöllunum. Börkur Árnason hafnaði í 374. sæti, en alls luku 1.437 keppendur hlaupinu.

Höskuldur Kristvinsson varð í 1.324. sæti. Börkur kom í mark klukkan 6.15 í morgun að staðartíma, og lauk hlaupinu á 35 klukkustundum og 41 mínútu. Höskuldur kom í mark klukkan 15.09 í dag að staðartíma, og hljóp á 44 klukkustundum og 35 mínútum.

Birkir Árnason keppti í hálfri vegalengdinni (86 km) og kom hann í mark snemma á laugardagsmorgun, á tímanum 18:32. Hann hafnaði í sæti 571 af 1600 þátttakendum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert