Ásta Birna fór holu í höggi á par 4 braut

Ásta Birna Magnúsdóttir kylfingur úr Keili í Hafnarfirði gerði sér lítið fyrir og fór holu i höggi á 3. braut á Hvaleyrarvelli í gær á golfmóti Siggu & Tímo. Afrekið er sérstakt þar sem að brautin er par 4 og sló Ásta boltann ofaní holu af 205 metra færi. Þar með lék hún brautina á þremur höggum undir pari eða Albatros.

Það er mjög sjaldan sem kylfingar ná að slá boltann ofaní holu á par 4 braut en Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sló boltann beint ofaní holu á 6. braut á Garðavelli fyrir tveimur árum og Helgi Dan Steinsson úr Leyni fór holu í höggi á 10. braut á sama velli fyrir tveimur árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert