Alves á leið til Man.City

Brasilíumaðurinn Afonso Alves er sagður vera á leið til Manchester …
Brasilíumaðurinn Afonso Alves er sagður vera á leið til Manchester City. Reuters

Fregnir frá Hollandi herma að Manchester City hafi tryggt sér þjónustu brasilíska framherjans Afonso Alves sem leikur með Heerenveen í Hollandi. Hollenskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Thaksin Shinawatra, eigandi City, hafi farið til Hollands í gær og hafi náð samkomulagi við Heerenveen um kaup á leikmanninum.

Hermt er að Manchester City greiði 13,8 milljónir punda, 1,7 milljarða króna, fyrir Alves sem er bundinn samningi við hollenska liðið til ársins 2011 og í janúar muni félagaskiptin ganga í gegn þegar opnað verður fyrir félagaskipti.

Afonso Alves, sem er 26 ára gamall og lék með Örgryte og Malmö í Svíþjóð áður en hann samdi við Heerenveen, er mikið markaskorari. Hann skoraði 31 mark í 34 leikjum á sinni fyrstu leiktíð með Heerenveen og á þessu tímabili hefur hann skorað 10 mörk í þeim fjórum leikjum sem hann hefur spilað, þar af 7 í einum og sama leiknum gegn Heracles.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert