Ísland upp í 3. deildina

Kvennlandsliðið vann sig upp um deild.
Kvennlandsliðið vann sig upp um deild. mynd/ihi.is

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tryggði sér í gær sæti í 3. deild heimsmeistaramótsins eftir öruggan sigur á Nýja-Sjálandi, 5:1, í uppgjöri efstu liða 4. deildar í Rúmeníu.

Ísland hefur unnið alla fjóra leiki sína og skorað 27 mörk gegn 5 þegar einni umferð er ólokið. Nýja-Sjáland getur náð Íslandi að stigum en ef liðin verða jöfn, ráða innbyrðis úrslit viðkomandi liða.

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir var sem fyrr í aðalhlutverki og skoraði þrjú markanna en Sigrún Agatha Árnadóttir og Sólveig Smáradóttir gerðu tvö fyrstu mörkin.

Alls taka 33 þjóðir þátt í heimsmeistaramótinu og leika í fimm deildum, úrvalsdeild og fjórum öðrum. Ísland er með þessu komið upp úr neðstu deild mótsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert