Björn og María sigruðu - frábær árangur hjá Þórdísi

Verðalaunahafar í karlaflokki.
Verðalaunahafar í karlaflokki. mbl.is/Magnús Haraldsson.

Björn Margeirsson og María Krístín Gröndal, hlauparar úr FH, sigruðu á Íslandsmótinu í 10 km. og 5. km. hlaupi í gær. Keppt var í Kaplakrika í Hafnarfirði og kom Björn í mark á 32.21,36 mínútum og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill hans í lengri hlaupum í sumar. María hljóp 5. km. á 19.03,02 mínútum. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, sem er aðeins 10 ára gömul, náði frábærum árangri og varð hún önnur á tímanum 21.09,87 mínútum sem er líklega Íslandsmet í flokki 12 ára og yngri.

Úrslit í karlaflokki:

Björn Margeirsson, FH,  32.21,36 mín.
Haraldur Tómas Hallgrímsson, FH 35.27,81 mín.
Friðleifur Friðleifsson, FH 37.07,14 mín.
Sigurjón Sigurbjörnsson, ÍR, 37:41,47 mín.
Erik FiguerasTorras, FH, 38.25,61 mín.
Bjarnsteinn Þórsson, FH 39.16,24 mín.
Sigurður Ingvarsson, HSK, 40.18,69 mín.
Jakob Schweitz Þorsteinsson, FH 41.39,40 mín.
Guðni Gíslason, FH 51.08,26 mín.
           
Úrslit í kvennaflokki:
           
María Kristín Gröndal, FH 19.03,02 mín.
Þórdís Eva Steinsdóttir, FH 21.09,87 mín.
Silja Pétursdóttir, FH 23.31,36 mín.
           


Verðlaunahafar í kvennaflokknum.
Verðlaunahafar í kvennaflokknum. mbl.is/Magnús Haraldsson.
Frá keppni í karlaflokki.
Frá keppni í karlaflokki. mbl.is/Magnús Haraldsson.
María Kristín Gröndal.
María Kristín Gröndal. mbl.is/Magnús Haraldsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert