Eygló Ósk Norðurlandameistari

Eygló Ósk vann til gullverðlauna í dag.
Eygló Ósk vann til gullverðlauna í dag. mbl.is/Ómar

Sundkonan efnilega Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi varð í dag Norðurlandameistari ungmenna í 800 metra skriðsundi. Hún kom í mark á 8:54,93 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma en dugði engu að síður til öruggs sigurs.

NMU fer nú fram í Kaupmannahöfn og á Ísland sex fulltrúa á mótinu. Anton Sveinn McKee úr Ægi vann til silfurverðlauna í 1500 metra skriðsundi á 15:52,17 mínútum og bætti sig um sekúndu eða þar um bil.

Keppni heldur áfram nú eftir hádegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert