Fá úlpur fyrir Íslandsmet

Vigdís Jónsdóttir ásamt Jónasi Egilssyni formanni og framkvæmdastjóra FRÍ.
Vigdís Jónsdóttir ásamt Jónasi Egilssyni formanni og framkvæmdastjóra FRÍ. FRÍ

FH-ingurinn Vígdís Jónsdóttir sem sló á dögunum Íslandsmet kvenna í sleggjukasti þegar hún þeytti sleggjunni 55,23 metra, fékk að launum úlpu frá 66° fyrir að setja metið.

Frjálsíþróttasamband Íslands og 66° gerðu nýverið samstarfssamning sem felur í sér að það frjálsíþróttafólk sem setur Íslandsmet á árinu vinnur sér inn eina úlpu. Aníta Hinriksdóttir sló Íslandsmetið í 800 metra hlaupi innanhúss á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum í janúar og hefur einnig fengið úlpu að gjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert