Arndís og Ingvar unnu Víðavangshlaup ÍR

Ingvar Hjartarson fagnar sigrinum í dag.
Ingvar Hjartarson fagnar sigrinum í dag. mbl.is/Eggert

Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Ingvar Hjartarson, bæði úr Fjölni, sigruðu í flokkum kvenna og karla í 99. Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór í miðborg Reykjavíkur í dag. Þau urðu um leið Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi.

Ingvar varð fyrstur karla á 15,39 mínútum, Sæmundur Ólafsson úr ÍR varð annar á 16,20 mínútum og Björn Margeirsson úr Ármanni þriðji á 17,56 mínútum.

Arndís varð fyrst kvenna á 17,56 mínútum og var tólfta af öllum þátttakendum. Agnes Kristjánsdóttir úr ÍR varð önnur á 19,14 mínútum og Guðlaug Edda Hannesdóttir úr Fjölni varð þriðja á 19,25 mínútum.

Í sveitakeppni kvenna sigraði Fjölnir á tímanum 1:39,27 klst. en sveitina skipuðu þær Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Helga Guðný Elíasdóttir og Anna Eva Steindórsdóttir  og urðu þær í 3. sæti í sveitakeppninni.

Í sveitakeppni karla sigraði lið Adidas Oakley á tímanum 1:27,35 klst. en sveitina skipuðu þeir Geir Ómarsson, Rúnar Örn Ágústsson, Þór Daníel Hólm Friðbjörnsson, Ívar Trausti Jósafatsson og Sigurjón Ernir Sturluson

Alls luku 526 manns hlaupinu sem er nýtt þátttökumet en fyrra metið frá 2010 var bætt um 60 manns.

Myndskeið frá hlaupinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert