Róberti haldið niðri

Mikill atgangur í leik Vals og ÍBV í gærkvöld.
Mikill atgangur í leik Vals og ÍBV í gærkvöld. mbl.is/Kristinn

Valsmenn hleyptu mikilli spennu í rimmu sína við Eyjamenn í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í gær. Valur sigraði 28:24 í öðrum leiknum á Hlíðarenda og jafnaði þar með metin í rimmunni 1:1. Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitarimmuna og er heimaleikjarétturinn Eyjamanna.

Valsmenn tóku Róbert Aron Hostert, hættulegasta leikmann ÍBV, úr umferð stærstan hluta leiksins. Þeim tókst að halda honum nánast algerlega niðri og hafði það mikið að segja. Skynsamleg aðgerð hjá Ólafi Stefánssyni því stórskyttan Magnús Stefánsson hjá ÍBV er að mínu viti ekki nægilega lipur spilari til að blómstra í stöðunni fimm á móti fimm. Fyrir hann er líklega betra að spila sex á móti sex með góðan leikstjórnanda við hliðina á sér.

Sjá nánar umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert