Bolt: Slæm skilaboð að stytta bann Gay

Usain Bolt.
Usain Bolt. AFP

Usain Bolt, heimsmethafi í 100 m og 200 m spretthlaupum og jafnframt heims- og ólympíumeistari í greinunum, segir að slæm skilaboð hafi verið send út þegar keppnisbann bandaríska hlauparans Tyson Gay hafi verið stytt. Gay var dæmdur í bann á síðasta ári vegna notkunar ólöglegra lyfja.

Tyson Gay fékk eins árs bann í júlí í fyrra og var sagt að bandaríska lyfjaeftirlitið hefði ákveðið að hafa bannið ekki lengra þar sem Gay hefði verið afar samvinnuþýður. Annars hefði bannið geta orðið allt að tvö ár.

„Það eru slæm skilaboð send til íþróttamanna, að þú getir í raun neytt ólöglegra lyfja, en ef þú ert samvinnuþýður við lyfjaeftirlitið þá verði dómurinn yfir þér vægari,“ er haft eftir Bolt sem undirbýr sig nú fyrir Samveldisleikana í Glasgow í Skotlandi, sem verður fyrsta mót Bolts síðan í september á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert