Fór allt eftir áætlun

Aníta Hinriksdóttir
Aníta Hinriksdóttir mbl.is/Eva Björk

„Hún var mjög yfirveguð allan tímann og sagðist hafa séð á stóra skjánum að hinar voru komnar aðeins á eftir sér svo hún var ekkert að keyra á fullu alveg í restina. Þetta fór því eiginlega bara nákvæmlega eins og við ætluðum,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Aníta var þá nýbúin að keppa í undanrásum í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri í Eugene í Bandaríkjunum. Tími hennar var 2:03,41 mínútur og var besti tíminn inn í undanúrslitin sem fram fara í kvöld.

Keppt var í fjórum undanriðlum í gærkvöldi þar sem þrír fyrstu keppendurnir komust beint áfram. „Það er ekki alveg að marka tímann vegna þess. Hinar sterkustu voru að hlaupa bara til þess að komast áfram, ekki að hugsa um tímann. Það er svolítið öðruvísi að hlaupa þannig en mér fannst hún gera það mjög vel,“ sagði Gunnar.

Undanúrslitin fara fram strax á morgun og Gunnar tók undir að þetta hlaup gæfi góð fyrirheit. „Hún var alls ekkert útkeyrð eftir þetta og leið vel á eftir. Eins og hún sagði að þá er stressið alltaf mest fyrir fyrsta hlaup og gott að taka það strax út. Það verður meiri barátta á morgun en hún er búin að taka fyrsta skrefið og það var eins og við vonuðumst best eftir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert