Hilmar Örn örugglega í úrslit í Eugene

Hilmar Örn Jónsson er kominn í úrslit í Eugene.
Hilmar Örn Jónsson er kominn í úrslit í Eugene. Eva Björk Ægisdóttir

Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í sleggjukasti karla á heimsmeistaramóti unglinga 19 ára og yngri í Eugene í Bandaríkjunum, þegar hann kastaði 76,03 metra í undanúrslitum.

Hilmar gerði ógilt í fyrsta kasti en annað kast hans var fullkomlega löglegt og er hans næstbesta með 6 kg sleggju, en best á hann 76,51 metra frá því fyrr í sumar.

Kasta þurfti sleggjunni 74,50 metra til þess að komast í úrslit, sem fara fram klukkan 01.00 að íslenskum tíma aðfaranótt laugardags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert