Sindri Hrafn í úrslit í spjótkasti

Sindri Hrafn Guðmundsson keppir til úrslita í Eugene.
Sindri Hrafn Guðmundsson keppir til úrslita í Eugene. Styrmir Kári

Sindri Hrafn Guðmundsson tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í spjótkasti karla á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri í Eugene í Bandaríkjunum.

Sindri Hrafn kepti í undanriðlum í kvöld og kastaði þar lengst 69,99 metra, en kasta þurfti 72 metra til þess að komast í úrslit. Þetta var engu að síður fjórða besta kast forkeppninnar þar sem enginn í seinni undanriðlinum kastaði lengra, en 12 keppendur komust áfram í úrslitin.

Úrslitin fara fram klukkan 22.25 á sunnudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert