Besti tími heims í Reykjavíkurmaraþoni

Kim de Roy ánægður með frábæran árangur í dag.
Kim de Roy ánægður með frábæran árangur í dag. Viðskiptablaðið/hag

Belgíumaðurinn Kim de Roy hljóp í dag á besta tíma sem nokkur maður með einn gervifót hefur hlaupið maraþonhlaup, þegar hann kom í mark á 2:57,09 klst. í Reykjavíkurmaraþoni í dag og bætti besta tímann um 38 sekúndur í flokki aflimaðra með einn gervifót.

Ekki fást skráð viðurkennd heimsmet í maraþoni þegar hlaupið er í blönduðu hlaupi, en árangur Belgans er án nokkurs vafa sá besti sem nokkur maður í  heimi hefur náð á gervifæti, en hann hleypur með gervifót frá Össuri, þar sem De Roy vinnur reyndar.

Kim de Roy er framkvæmdastjóri á svið sölu og markaðsmála á stoðtækjasviði hjá Össuri, býr á Íslandi og er kvæntur íslenskri konu auk þess að tala ágæta íslensku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert