Kom sjálfri mér á óvart

„Þetta er mitt besta ár í sundinu til þess. Ég hef aldrei fengið fleiri FINA-stig en á þessu ári né verið ofar á heimlistanum en um þessar mundir," segir Eygló Ósk Gústafsdóttir, úr Sundfélaginu Ægi, en hún var í dag útnefnd sundkona ársins af Sundsambandi Íslands.

„Ég bætti mig um tvær sekúndur í 200 m baksundi í 25 m lauginni og tókst loksins að bæta mig aftur í sömu grein í 50 metra lauginni. Ég er mjög ánægð með árið og hlakka til næsta árs."

Eygló segir að hápunktar ársins hafi verið miklar framfarir á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug í nóvember. „Þar kom ég sjálfri mér á óvart með miklum framförum," segir Eygló. „Síðan var HM í 25 metra lauginni í Doha á dögunum mikil ævintýri og það að ná 10. sætinu í 200 m baksundi var afar skemmtilegt."

Eygló Ósk segir að markmiðið á næsta ári sé að ná inn í úrslit í 200 m baksundi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. „Einnig er markmiðið að æfa meira og betur og halda áfram að taka framförum og ná fleiri Íslandsmetum."

Eygló Ósk er 19 ára gömul og lýkur stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti í vor. Hún segist ekki eiga mikið eftir af náminu. Þar af leiðandi geti hún einbeitt sér að sundinu en í það fer mikill tími. „Langtímamarkmiðið er að taka þátt í Ólympíuleiknum í Río árið 2016," segir Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona ársins 2014.

Lengra og ítarlegra viðtal er við Eygló Ósk á meðfylgjandi myndskeiði. 

Yfirlit yfir Íslandsmet  Eyglóar Óskar á árinu 2014
Hvar og hvenær Laugarlengd Grein Tími Íslandsmet Fyrra met Annað
Opna danska meistaram. 28-3-14 50 m laug 200 m baksund 2;10,34 X Sjálf 2;10,38
Opna danska meistaram. 29-3-14 50 m laug 50 m baksund 0;28,61 X Ingibj.Kr. 0;28,62
ÍM-25       14-11-14 25 m laug 200 m baksund 2;04,78 X Sjálf  2;06,59
ÍM-25       14-11-14 25 m laug 200 m fjórsund 2;13,10 X Sjálf 2;13,41
ÍM-25       15-11-14 25 m laug 100 m fjórsund 1;01,59 X Ragnh.Ragn.1;01,72
ÍM-25       15-11-14 25 m laug 100 m baksund 0;58,83 X Sjálf 0;59,26 1. spr.boðsund
ÍM-25       16-11-14 25 m laug 100 m baksund 0;58,58 X Sjálf  0;58,83
HM-25 Doha,Katar 4-12-14 25 m laug 100 m fjórsund 1;01,59 X Sjálf 1;01,59
ÍM-50        12-4-14 50 m laug 100 m baksund 1;01,08 Jöfnun Á það sjálf  1.spr.boðs.
ÍM-25        15-11-14 25 m laug 50 m baksund 0;27,45 Jöfnun Ingibj.Kr.
Þátttakandi í boðsundsmeti Þátttakendur
ÍM-25  Reykjavík A-sveit 16-11-14 25 m laug 4x50 m skr.blandað 1;38,63 X 1;39,78 Alex-Eygló Ósk-Kristinn Þ.-Inga Elín
HM-25 Katar, landssveit 4-12-14 25 m laug 4x50 m fjór.blandað 1;46,56 X 1;48,72 Eygló Ósk-Hrafnh.-Daníel H.-Davíð Hild.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert