Ásmundur og Eva unnu til gullverðlauna

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir.
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir. Mynd/GLÍ

Glímukapparnir Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir unnu bæði til verðlauna á alþjóðlegu Backhold-móti í glímu í Quimper í Vestur-Frakklandi nú um helgina.

Ásmundur vann í þyngsta flokki karla og í opnum flokki og Eva stóð uppi sem sigurvegari í -70 kg flokki kvenna og náði öðru sæti í opnum flokki kvenna.

Eva var svo í mótslok kjörin besta fangbragðakona mótsins. Ljóst er að árangurinn er afar ánægjulegur en keppendur frá Englandi, Skotlandi, Frakklandi, Spáni og Ítalíu tóku einnig þátt í mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert