Langbestur í heimi en náði ekki Jóni

Jón Arnar Magnússon var í fremstu röð fjölþrautamanna í heiminum …
Jón Arnar Magnússon var í fremstu röð fjölþrautamanna í heiminum á sínum tíma. mbl.is/Golli

Fjórir sjöþrautarmenn hafa á síðustu dögum farið fram úr Einari Daða Lárussyni á heimslistanum í sjöþraut innanhúss. Hann er nú í fimmtánda sæti listans og í fjórtánda sæti í Evrópu, en Einar keppir í sjöþrautinni á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í Prag á laugardag og sunnudag.

Bandaríkjamaðurinn Jeremy Taiwo náði um helgina langbesta heimsárangri ársins þegar hann fékk 6.273 stig á móti í Boston. Hann er eini keppandinn utan Evrópu sem er í hópi 17 efstu í greininni eins og staðan er í dag.

Þess má geta að Taiwo er samt 20 stigum frá Íslandsmeti Jóns Arnórs Magnússonar í greininni en Jón fékk 6.293 stig þegar hann varð fimmti á heimsmeistaramótinu árið 1999.

Taiwo er hinsvegar 109 stigum á undan besta Evrópubúanum, Adam Helcelet frá Tékklandi, sem fékk 6.164 stig á móti í Prag 8. febrúar.

Í síðustu viku náðu svo þrír Evrópubúar að fara uppfyrir Einar á listanum. Gaël Quérin frá Frakklandi fékk 6.065 stig og er í fjórða sæti listans, Jorge Urena frá Spáni fékk 6.051 stig og er í fimmta sæti og Bastien Auzeil frá Frakklandi fékk 5.999 stig og er í sjöunda sætinu.

Einar Daði fékk 5.859 stig þegar hann náði sínum besta árangri 19. febrúar í Laugardalshöllinni og er nú fimmtándi á heimslistanum með þann árangur. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert