Evrópumet unglinga hjá Anítu

Aníta Hinriksdóttir setti Evrópumet unglinga í Prag.
Aníta Hinriksdóttir setti Evrópumet unglinga í Prag. mbl.is/Eggert

Aníta Hinriksdóttir setti Evrópumet unglinga og Íslandsmet í undanrásum í 800 metra hlaupsins á Evrópumeistaramótinu innanhúss í Prag fyrir stundu. Hún hljóp á 2.01,56 sekúndum og bætti fyrra met sitt um rúmlega fimmtung úr sekúndu. Það var 2.01,77 mínútur og aðeins mánaðargamalt.

Frétt mbl.is: Aníta var undrandi

Aníta varð í öðru sæti í fyrsta riðli undanrásanna og er örugg um sæti í undanúrslitum sem fram fara klukkan 17 á morgun. Hún var með forystuna í hlaupinu áðan frá upphafi og allt þar til um 50 metrar voru eftir. Þá komst Jekaterina Poistogova frá Rússlandi fram úr Anítu og kom í mark á 2.01,44. 

Tólf keppendur taka þátt í undanúrslitum á morgun. Af þeim tólf náði Aníta næst besta tímanum í undanrásunum og aðeins þrjá hlupu á skemmri tíma en 2,02 mínútur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert