Manning áfram hjá Broncos

Peyton Manning verður með Denver Broncos næsta árið.
Peyton Manning verður með Denver Broncos næsta árið. AFP

Milljónir stuðningsmanna Denver Broncos í NFL-deildinni í Bandaríkjunum geta andað léttar eftir að helsti kappi liðsins, Peyton Manning, skrifaði í gærkvöldi undir nýjan samning við félagið. Manning, sem er 38 ára gamall, hafði verið þögull um framtíð sína eftir að félagið féll út í úrslitakeppni í NFL-deildinni í janúar. 

Manning hefur verið í herbúðum Denver Broncos frá árinu 2012 og síðan hefur félagið m.a. orðið NFL-meistari. Hann hefur fimm sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar á þeim 20 árum sem hann hefur leikið í henni.  Hermt er að Manning fá um tvo milljarða króna í laun frá Broncos næsta árið fyrir nýjan samning. 

Broncos skipti um þjálfara eftir tapið í úrslitakeppninni í byrjun ársins. Gary Kubiak er nýr þjálfari liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert