„Útlitið er ekki gott“

Einar Daði Lárusson liggur í veikindum í Prag og ósennilegt …
Einar Daði Lárusson liggur í veikindum í Prag og ósennilegt er að hann geti tekið þátt í sjöþrautarkeppni Evrópumeistaramótsins. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Staðan er ekki góð og mjög vafasamt að Einar Daði keppi,“ sagði Þráinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari í samtali við mbl.is fyrir stundu, spurður um veikindi sjöþrautarmannsins Einar Daða Lárussonar en til stóð að hann tæki þátt í sjöþrautarkeppni Evrópumeistaramótsins í frjálsíþróttum í Prag á morgun og sunnudag. 

„Einar veiktist eftir komuna til Prag í fyrrakvöld. Við fengum lækni til þess að skoða hann í gær og aftur í morgun. Það er lítið við þessu að gera,“ sagði Þráinn og bætti við að það yrði skoðað seinnipartinn í dag og í fyrramálið hvort einhver möguleiki væri á að Einar Daði tæki þátt í keppninni. 

„Útlitið er ekki gott. Sjöþrautarkeppnin stendur yfir í tvo daga og miðað við ástandið á honum núna líst mér ekki á það gangi upp hjá honum,“ sagði Þráinn Hafsteinsson, þjálfari sjöþrautmannsins Einars Daða Lárussonar úr ÍR. 

Einar Daði með flensu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert