Glæsilegt Íslandsmet hjá Jóni

Verðlaunahafar á mótinu.
Verðlaunahafar á mótinu. Ljósmynd/JAK

Jón Þór Sigurðsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, vann glæsilegan sigur á Íslandsmeistaramótinu í 50m liggjandi riffli (Enskum) og setti hann jafnframt glæsilegt nýtt Íslandsmet í greininni. Nýja metið Jóns Þórs er 622,2 stig og bætti hann gamla metið sem Arnfinnur A. Jónsson átti, um 2.6 stig.

Jón Þór varð Íslandsmeistari og Bikarmeistari í karlaflokki en í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensem, Skotfélagi Reykjavíkur, með 615,3 stig og Arnfinnur Auðunn Jónsson varð þriðji með 608,8 stig.

A sveit Skotíþróttafélags Kópavogs setti jafnframt nýtt Íslandsmet í liðakeppninni. Sveitina skipuðu Stefán Eggert Jónsson, Jón Þór Sigurðsson og Arnfinnur Auðunn Jónsson og var samanlagt skor þeirra 1836,9 stig

Í kvennaflokki hampaði Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, Íslandsmeistaratitlinum en hún skoraði 614,2 stig. Bára Einarsdóttir, Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð í öðru sæti með 605,2 stig og Íris Eva Einarsdóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, varð þriðja á 557,5 stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert