HK tryggði sér oddaleik

Frá leik HK og Aftureldingar.
Frá leik HK og Aftureldingar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

HK vann Aftureldingu 3:1 í fjórða úrslitaleik liðanna í Mizuna-deild kvenna í blaki í dag og tryggði sér þar með oddaleik sem verður á þriðjudaginn í Mosfellsbæ. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

4. hrina: HK vinnur 25:18 og tryggir sér oddaleik. Það verður bara fjör i Mosfellsbænum á íþriðjudaginn ef marka má þennan leik.

4. hrina: Afturelding tekur leikhlé þegar staðan er 21:13 fyrir HK. 

4. hrina: HK virðist ver að landa þessu og tryggja sér oddaleik. Staðan 18:11. En eins og áður hefur verið sagt þá er þetta fljótt að breytast.

4. hrina: HK komið með 15:10 og virðist liðið til alls líklegt spilar af miklu öryggi og sjálfstrausti. 

4. hrina: Bæði lið gefa allt í þetta og baráttan er aðdáunarverð. HK heldur með undirtökin og staðan 10:7 þegar Afturelding tekur leikhlé.

4. hrina. HK fékk fyrsta stigið og komst síðan í 3:1 en Afurelding jafnaði 3:3. Virðist stefna í mikið fjrör.

3. hrina: 20:25 fyrir Aftureldingu sem þýðir bara að við fáum enn meira skemmtilegt blak í dag.

3. hrina: Afturelding með 18:23 forystu og virðist vera að landa þessari hrinu. HK ekki alveg sammála og fær tvö stig í röð og Afturelding tekur leikhlé. Staðan 20:23.

3. hrina: Spennan heldur áfram og stelpurnar er að sýna okkur frábært blak. Staðan er orðin 17:19 fyrir Aftureldingu og HK tekur sitt annað leikhlé. Búið að vera meira og minna jafnt á öllum tölum síðan staðan var 11:11.

3. hrina: HK breytir stöðunni úr 5:8 í 9:8 með gríðarlegri baráttu þar sem Steinunn fer fremst. Hún er gjörsamlega út um allan völl og það fer ekki svoleiðis bolti í gólkfið að hún reyni ekki að ná honum og oftar en ekki tekst henni það.

3. hrina: Uppgjöf frá Afureldingu fór í net og svei mér þá ef það er ekki fyrsta uppgjöfin sem klikkar í leiknum. Afturelding 4:5 yfir.

3. hrina: Afturelding fær fyrsta stigið og það er í fyrsta sinn í þessum leik.

2. hrina: 25:20 fyrir HK í frábærri hrinu. Staðan 2:0.

2. hrina: HK með undirtökin sem stendur og er 22:19 yfir þegar Apostol þjálfari tekur leikhlé fyrir AFtureldingu. Þessi hrina er búin að vera frábær.

2. hrina: Rosalega flott blak og gaman að horfa á þetta. Afturelding komið í 16:18 með flottum leik og Miglena er engri lík, stórkostleg uppspil og æðisleg lauma og er alltaf ógnandi.

2. hrina: Já hlutirnir eru fljótir að breytast og nú eru HK komið yfir, 16:15 og Afturelding tekur leikhlé. Guðný Rut Guðnadóttir er að gefa upp og er með flottar uppgjafir sem Afturelding á í erfiðleikum með.

2. hrina: HK tekur annað leikhlé enda staðan 11:15 og virðist sem Afturelding sé að ná tökum á þessari hrinu, en hlutirnir eru fljótir að breystast og HK er að leika vel þannig að allt getur gersts.

2. hrina: 6:10 eftir flottan kafla hjá Mosfellingum og Velina spilar gríðarlega vel í sókninni, smassar flott og laumar enn betur þegar það á við. HK tekur leikhlé.

2. hrina: Spennan heldur áfram. Staðan 5:5 og búið að vera jafnt á öllum tölum. Flottar sóknir hjá báðum liðum og sérlega gaman að sjá hversu vel Miglena hittir á Sigdísi Lind á miðjunni, tvö frábær smöss frá henni þar sem hún stekkur upp og Miglena setur boltann beint í smasshendina hjá henni.

1. hrina: Allt í járnum og mikil spenna, jafnt á öllum tölum frá því í 13:13. Afturelding tekur leikhlé þegar stðaan er 22:22. Virkilega skemmtil hirna sem var vel leikinn af beggja hálfu. HK komst í 23:22, Afturelding jafnaði með miðjusmassi, 23:23 en HK vann boltann, 24:23, og krækti síðan í 25. stigið. Staðan 1:0 fyri rHK.

1. hrina: Afturelding að komast yfir 18:19 með flottu smassi fyrirliðans úr aftar línu. Glæsilega gert og HK tekur leikhlé.

1. hrina. HK að spila mjög vel og sérstaklega er Steinunn Helga Brjörgólfsdóttir í stuði og hirðir alla bolta sem eru á leið í gólfið. Afturelding náði að jafna 13:13 en HK komið yfir á ný 15:13. Natalia Ravva dugleg að skella úr stöðu fjögur og oftar en ekki með línunni. Er í fínu formi.

1. hrina: Flott byrjun hjá HK sem er komið í 6:1 með flottum sóknum, allt annað að sjá til þeirra nú en í leiknum að Varmá á dögunum.

1. hrina: Afturelding byrjar í uppgjöf en heimastúlur svara með fínum skelli í gólf. 1:0 og næsta sókn er líka flott. 2:0

Ingibjörg Gunnarsdóttir leikur ekki með HK í dag þar sem hún er erlendis og er það mikill missir fyrir Kópavogsliðið. Fríða Sigurðardóttir er á leikskýrlu en mun að sjálfsögðu ekki spila neitt þar sem hún er meidd. Hin gamalreynda Natalia Ravva er í liði HK eins og hún hefur verið núna á vormánuðum. 

Zaharina Filipova, fyrirliði Aftureldingar.
Zaharina Filipova, fyrirliði Aftureldingar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert