Agi, skipulag og virðing

Anna Soffía Víkingsdóttir með bikarinn, Hjördís Ólafsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir.
Anna Soffía Víkingsdóttir með bikarinn, Hjördís Ólafsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert

„Ég byrjaði að æfa júdó þegar ég var 14 ára og mér finnst það hafa bætt mig á mjög mörgum sviðum. Ég var aldrei mikill námsmaður en nú er ég í Háskólanum að skila mastersritgerð. Ég tengi það við júdóið því það kennir manni aga, skipulag og virðingu. Ég mæli með júdó fyrir allar stelpur, alveg hiklaust,“ segir Anna Soffía Víkingsdóttir en hún varð um helgina Íslandsmeistari í opnum flokki á Íslandsmótinu í júdó. Hjördís Ólafsdóttir varð önnur og Ingunn Sigurðardóttir í þriðja sæti.

Þetta er í sjöunda sinn sem Anna hrósar sigri í opnum flokki en hún vann sínar glímur á ipponi.

„Mótið var mjög skemmtilegt. Það voru reyndar margar stelpur meiddar þannig að það vantaði aðeins inn í nokkra flokka. Hins vegar voru öflugar stelpur að keppa og það voru mörg flott tilþrif. Mikið af flottum köstum og fjörugt mót í alla staði,“ segir hún.

Nánar er rætt við Önnu og fjallað um Íslandsmótið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert