Íshokkílandsliðin til Tyrklands og Spánar

Elva Hjálmarsdóttir í leik á móti Tyrkjum sem aftur eru …
Elva Hjálmarsdóttir í leik á móti Tyrkjum sem aftur eru komnir upp í riðil Íslands og halda deildina á næsta ári. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Nú liggur fyrir hvar íslensku íshokkílandsliðin munu spila í sínum deildum á HM á næsta ári ef mið er tekið af heimasíðu Alþjóða íshokkísambandsins. Kvennalandsliðið fer til Tyrklands en karlalandsliðið til Spánar.

Konurnar verða í Ankara í Tyrklandi dagana 29. febrúar til 6. mars 2016. Auk Tyrklands og Íslands eru Nýja - Sjáland, Mexíkó, Spánn, Ástralía. Um er að ræða B-riðil 2. deildar HM. Nýja-Sjáland féll niður í úr A-riðli 2. deildar en Tyrkland kom upp úr A-riðli 3. deildar. 

Karlarnir fara til Jaca á Spáni. Auk Spánverja og Íslendinga leika í riðlinum Hollendingar, Belgar, Serbar, Spánverjar og Kínverjar. Um er að ræða A-riðil 2. deildar HM. Holland féll niður úr B-riðli 1. deildar og Kína kom upp úr B-riðli 2. deildar. 

Ingvar Þór Jónsson, Emil Alengård, Jón Benedikt Gíslason, Robin Hedström, …
Ingvar Þór Jónsson, Emil Alengård, Jón Benedikt Gíslason, Robin Hedström, Andri Helgason og samherjar þeirra í landsliðinu halda til Spánar á næsta ári. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert