Fanney heimsmethafi

Fanney Hauksdóttir varði heimsmeistaratitil sinn í bekkpressu á HM unglinga …
Fanney Hauksdóttir varði heimsmeistaratitil sinn í bekkpressu á HM unglinga í gær og setti nýtt heimsmet í greininni. mbl.is/Golli

Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir úr Gróttu gerði sér lítið fyrir og setti nýtt heimsmet í bekkpressu í 63 kg flokki á heimsmeistaramótinu í þeirri grein í Svíþjóð í gær með því að lyfta heilum 145,5 kílóum en Fanney keppti í unglingaflokki.

„Ég er mjög glöð og eiginlega trúi þessu ekki!“ voru fyrstu viðbrögð Fanneyjar þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gær eftir verðlaunaafhendinguna.

Með metinu í gær varði Fanney heimsmeistaratitil sinn í flokki unglinga en það sem meira er að lyftan hefði dugað henni til 2. sætis í opnum (fullorðins) flokki á mótinu.

Sjá samtal við Fanneyju í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert