Töluverðar væntingar

Hafdís Sigurðardóttir bætti í vikunni Íslandsmet sitt í langstökki. Hún …
Hafdís Sigurðardóttir bætti í vikunni Íslandsmet sitt í langstökki. Hún keppir í sex greinum á Smáþjóðaleikunum. mbl.is/Eva Björk

Frjálsíþróttakeppnin er einn af hápunktum Smáþjóðaleikanna sem hér verða haldnir í næstu viku. Nú þegar Ísland er á heimavelli þá er skemmtileg sú staðreynd að fjöldi efnilegs íþróttafólks er að skapa sér nafn í frjálsum hérlendis. Sér vart fyrir endann á þeim uppgangi. Ragnheiður Ólafsdóttir segir raunar að landsliðið sem Ísland teflir fram nú sé eitt það sterkasta sem við höfum átt. Ragnheiður er yfirþjálfari landsliðsins á Smáþjóðaleikunum ásamt Jóni Oddssyni.

„Við erum með töluverðar væntingar um að gera góða hluti og höfum aldrei verið með jafn fjölmennt lið á Smáþjóðaleikunum. Við höfum sjaldan verið með eins sterkt lið og svo frambærilega einstaklinga. Við erum mjög spennt,“ sagði Ragnheiður þegar Morgunblaðið spjallaði við hana í gær.

Íslendingar hafa átt velgengni að fagna á Smáþjóðaleikunum og eru þar í fremstu röð í mörgum greinum. Erfitt er fyrir Ragnheiði að segja til um sigurmöguleika í frjálsum þar sem ekki hefur borist listi yfir afrek keppinautanna á þessu ári. Smáþjóðaleikarnir eru snemma á keppnistímabilinu og sjálfsagt eru margir keppendur sem ekki hafa ennþá keppt utanhúss á árinu. Fyrirfram segist Ragnheiður reikna með mestri samkeppni frá Kýpur og Lúxemborg í frjálsíþróttakeppninni en ekki sé hægt að slá neinu föstu um það.

Nánar er fjallað um frjálsíþróttakeppnina á Smáþjóðaleikunum í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert