Ágúst fékk brons á Evrópumóti

Ágúst Kristinn Eðvarðsson og þjálfari hans, Helgi Rafn Guðmundsson.
Ágúst Kristinn Eðvarðsson og þjálfari hans, Helgi Rafn Guðmundsson.

Ágúst Kristinn Eðvarðsson, fjórtán ára gamall Keflvíkingur, varð um helgina fyrstur Íslendinga til að vinna til verðlauna á Evrópumóti í bardaga í taekwondo en hann keppti á Evrópumóti unglinga í Strasbourg í Frakklandi.

Ágúst komst í undanúrslit þar sem hann lenti í æsispennandi  bardaga og var þar hársbreidd frá því að komast í úrslit um gullverðlaunin. Í fréttatilkynningu frá Taekwondo-sambandi Íslands segir að Ágúst Kristinn hafi undanfarin misseri vakið mikla athygli fyrir frábæra tækni og hafi skipað sér í röð efnilegustu keppenda í heiminum í sínum flokki.

Vikan hefur verið viðburðarík fyrir íslenskt taekwondofólk því um síðustu helgi unnu Íslendingar til sinna fyrstu verðlauna í formum í sömu íþrótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert