Bartoletta sigraði í langstökki

Tianna Bartoletta varð í dag heimsmeistari í langstökki kvenna með …
Tianna Bartoletta varð í dag heimsmeistari í langstökki kvenna með stökki upp á 7,14 metra. AFP

Bandaríski langstökkvarinn Tianna Bartoletta tryggði sér sigur í langstökkskeppni kvenna fyrr í dag. Bartoletta stökk sigurstökkið í síðustu umferðinni, en það stökk var upp á 7,14 metra. 

Bretinn Shara Procter og Serbinn Ivana Spanovic bættu báðar landsmet í langstökkskeppninni í dag og dugði það til silfurverðlauna hjá þeirra fyrrnefndu og bronsverðlauna hjá þeirri síðarnefndu.

Sovéski langstökkvarinn Galina Chistyakova á heimsmetið í greininni, en hún stökk 7,52 metra í heimalandi sínu í júnímánuði árið 1988. Metið er því orðið 27 ára gamalt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert