Theodór varð Íslandsmeistari

Theodór Kjartanson.
Theodór Kjartanson. Ljósmynd/Skotíþróttasamband Íslands

Theodór Kjartansson, Skotdeild Keflavíkur varð Íslandsmeistari 2015 í 300m liggjandi riffli en keppnin um titilinn fór fram í gær, 29 ágúst, á skotvelli Skotdeildar Keflavíkur í Höfnum. 

Theodór skoraði 563 stig í 60 skotum og var 10 stigum á undan Arnfinni Jónssyni, Skotíþróttafélagi Kópavogs sem hreppti annað sætið. Skor Arnfinns var 553 stig.

Guðmundur Óskarsson, Skotdeild Keflavíkur, varð þriðji á 546 stigum en Guðmundur átti hæsta skor í einstakri hrinu, 98 stig af 100 mögulegum.

Í liðakeppninni sigraði A sveit Skotdeildar Keflavíkur en sveitina skipuðu þeir Theodór og Guðmundur auk Barkar Þórðarsonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert