Fanney setti Norðurlandamet í bekkpressu

Fanney Hauksdóttir í hnébeygju í gær.
Fanney Hauksdóttir í hnébeygju í gær. Eggert Jóhannesson

Fanney Hauksdóttir úr Gróttu setti í gær nýtt Íslands- og Norðurlandamet unglinga í bekkpressu í -63kg flokki á Íslandsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fór á Seltjarnarnesi.

Fanney byrjaði á að lyfta 90 kílóum í fyrstu umferð og 95 kílóum í annarri umferð, en báðar lyfturnar voru Íslandsmet. Í þriðju umferð lyfti hún svo 100 kílóum og bætti þar Íslandsmetið í þriðja sinn í keppninni og tók Norðurlandamet að auki.

Mikil ánægja var með keppnina í gær og féllu fjölmörg Íslandsmet í mörgum flokkum. Í fyrsta sinn í sögu kraftlyftinga á Íslandi var keppt á tveimur pöllum samtímis og var gerður góður rómur að því og gekk keppnin hratt en örugglega fyrir sig. 

Fanney endaði í öðru sæti í sínum flokki á eftir Helgu Guðmundsdóttur sem sigraði að auki í heildarflokki kvenna. Í karlaflokki fór Viktor Samúelsson með samanlagðan sigur af hólmi, en öll úrslit má sjá HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert