Sverrir Ingi í liði vikunnar

Sverrir Ingi á ferðinni í leik með Lokeren.
Sverrir Ingi á ferðinni í leik með Lokeren. Ljósmynd/Kristján Bernburg

Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er í liði vikunnar hjá belgíska netmiðlinum Sport wereld. Blikinn lék allan leikinn á miðju Lokeren sem sigraði Charleroi, 2:1, á útivelli. Sverrir er vanari því að leika sem varnarmaður en getur greinilega einnig leikið á miðjunni.

Gengi Lokeren hefur ekki verið sem skyldi á tímabilinu og sigurinn þvi kærkominn. Liðið er með 18 stig í 12. sæti af 16 liðum í belgísku  knattspyrnunni.

Sverrir hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Ísland, nú síðast í 3:1 tapi gegn Slóvakíu 17. nóvember síðastliðinn. Hann gekk til liðs við Lokeren í febrúar en þangað kom hann frá norska félaginu Viking.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert