Hafdís og Arnar Íslandsmeistarar

Arnar Davíð Jónsson og Hafdís Pála Jónasdóttir með verðlaunin.
Arnar Davíð Jónsson og Hafdís Pála Jónasdóttir með verðlaunin. Ljósmynd/Jóhann Ágúst Jóhannsson
<span>Hafdís Pála Jónasdóttir og Arnar Davíð Jónsson, bæði úr Keilufélagi Reykjavíkur, eru Íslandsmeistarar einstaklinga í keilu 2016.</span> <span> </span> <span>Í kvöld lauk Íslandsmóti einstaklinga en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Hafdís Pála og Arnar Davíð sigruðu í úrslitakeppninni. Hafdís Pála sigraði Lindu Hrönn Magnúsdóttur úr ÍR í tveimur leikjum, 161:160 og síðan 213:192.<br/><br/></span>

Með sigrinum í kvöld er Hafdís Pála yngsta konan sem vinnur Íslandsmeistaratitil í keilu en hún er aðeins 21 árs gömul. Hafdís Pála spilaði mjög vel á mótinu og setti meðal annars Íslandsmet kvenna í einum leik þegar hún fyrst kvenna á Íslandi náði fullkomnum leik eða 300 pinnum, 12 fellur í röð. Í þriðja sæti varð svo Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR.

<br/><br/>

Hjá körlunum var það Arnar Davíð sem sigraði Stefán Claessen úr ÍR einnig í tveim leikjum. Í fyrsta úrslitaleiknum varð þó jafnt milli þeirra, 214:214, og þurfti því að grípa til bráðabana til að fá úr því skorið hver fengi stigið. Arnar Davíð náði fellu en Stefán fékk einungis 9 pinna. Í öðrum leiknum fór það svo að Arnar sigldi þessu nokkuð örugglega heim en hann náði 235 gegn 168. Í þriðja sæti varð svo Freyr Bragason úr KFR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert