Góðar óskir í ýmsu formi

Hrafnhildur Lúthersdóttir með EM-verðlaun í Ásvallalaug í gær.
Hrafnhildur Lúthersdóttir með EM-verðlaun í Ásvallalaug í gær. mbl.is/Ófeigur

Hrafnhildur Lúthersdóttir, verðlaunahafi frá Evrópumeistaramótinu í sundi í London, er komin heim til Íslands. Í stutt stopp reyndar, þar sem hún og Eygló Ósk Gústafsdóttir eru á leiðinni á móti í Noregi um næstu helgi.

Hrafnhildur hitti fjölmiðlafólk í heimabæ sínum Hafnarfirði í gær en margir vilja margir hoppa á íþróttavagninn þegar vel gengur hjá okkar fólki. Hrafnhildur neitar því ekki að henni hafi borist margar kveðjur og hamingjuóskir á síðustu dögum.

„Þetta er rosalega skemmtilegt. Í fyrsta lagi var gaman að fá öll Facebook-skilaboðin á meðan ég var enn úti í London. Eftir að ég kom heim hefur fólk stoppað mig út á götu og óskað mér til hamingju þótt það þekki mig ekki neitt. Ég hef einnig heyrt af því að fólk hafi farið í sund í Laugardalslauginni en beðið með að fara ofan í af því sýnt var frá mótinu á stórum skjá. Það gleður mig hversu mikla athygli þetta hefur fengið. Ekki bara mín vegna heldur fyrir sundhreyfinguna. Íþróttin er frábær og skemmtilegt að fylgjast með henni. Auk þess geta langflestir stundað íþróttina því um almenningsíþrótt er að ræða en ekki bara keppnisíþrótt,“ sagði Hrafnhildur í gær.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem einnig er rætt við Klaus-Jürgen Okh, þjálfara Hrafnhildar, sem segir hana geta synt enn hraðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert