Ásdís varð sjötta í Riga

Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari keppti á alþjóðlega frjálsíþróttamótinu Riga Cup í Lettlandi í kvöld og hafnaði þar í sjötta sæti af níu keppendum. Hún kastaði best 57,86 metra.

Öll sex köst Ásdísar voru gild og mjög jöfn, eða frá 55,80 til 57,86 metrar.

Sinta Ozolina frá Lettlandi sigraði en hún kastaði 62,78 metra. Tatsiana Khaladovich frá Hvíta-Rússlandi varð önnur með 60,97 metra og Kateryna Derun frá Úkraína þriðja með 59,12 metra.

„Ég hef verið í vandræðum með að finna taktinn undanfarið en í dag small það næstum því. Ég þarf bara að ljúka kastinu alveg og þá sjáum við aðrar tölur," skrifaði Ásdís á Facebook í kvöld.

Hún er á leið til Prag í Tékklandi og keppir þar á móti á mánudaginn. „Ég tek allt það jákvæða með mér héðan í þá keppni og byggi vonandi ofan á það," skrifaði Ásdís enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert