Ólympíuleikarnir í hættu hjá Bolt?

Usain Bolt með aðdáendum sínum í Ostrava.
Usain Bolt með aðdáendum sínum í Ostrava. AFP

Jamaíski spretthlauparinn Usain Bolt gæti misst af Ólympíuleikunum sem fram fara í Ríó í Brasilíu í ágúst, en þessi sexfaldi ólympíumeistari reif vöðva aftan í læri í æfingabúðum í heimalandi sínu nýverið. 

Bolt hefur sjálfur sett stefnuna á að vera kominn aftur á hlaupabrautina á afmælismóti í London sem fram fer 22. júlí og vera klár í tæka tíð fyrir Ólympíuleikana. Bolt hefur titil að verja í 100 og 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert