Stepanova fær að keppa

Julia Stepanova.
Julia Stepanova.

Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur gefið grænt ljós á þátttöku rússnesku hlaupakonunnar Juliu Stepanovu á Ólympíuleikunum í Ríó.

Sambandið hafði áður dæmt rússneskt frjálsíþróttafólk í bann vegna lyfjamisnotkunar en Stepanova mun hlaupa sem hlutlaus keppandi en ekki undir fána Rússlands.

Ákvörðunin er tekin, ekki síst vegna þess að Stepanova og eiginmaður hennar léku lykilhlutverk í því að varpa ljósi á lyfjahneykslið innan rússneska frjálsíþróttasambandsins.

Rússneskt frjálsíþróttafólk hefur undanfarnar vikur sótt um undanþágu til að fá keppnisrétt á Ólympíuleikunum sem einstaklingar en ekki sem rússneskir keppendur. Endanlegrar niðurstöðu IAAF má vænta 18. júlí nk. bgretarsson@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert