Guðni Valur í fjórða sæti í Svíþjóð

Guðni Valur Guðnason kastar kringlunni á Akureyri um siðustu helgi.
Guðni Valur Guðnason kastar kringlunni á Akureyri um siðustu helgi. Ljósmynd/Páll Jóhannesson

Guðni Valur Guðnason keppti í kringlukasti í Karlstad í Svíþjóð í kvöld. Guðni Valur kastaði kringlunni 59,12 metra og hafnaði í fjórða sæti á mótinu. Guðni Valur hefur kastað lengst 61,85 metra í ár, en hann á best 63,50 metra.

Kast Guðna Vals í kvöld er það níunda besta á ferli hans. Guðni Valur keppir á móti í Finnlandi á laugardaginn næstkomandi. Eftir mótið í Finnlandi heldur Guðni Valur til Ríó þar sem hann tekur þátt í Ólympíuleikum í fyrsta skipti. 

Guðni Valur varð Íslandsmeistari í kringlukasti á Akureyri um síðustu helgi, en hann vann nokkuð öruggan sigur á mótinu með kasti sínu upp á 56,83 metra. Guðni Valur hefur kastað lengst 61,85 metra í ár, en hann á best 63,50 metra.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert