Þríþrautarfólk Rússa í lagi

Í þríþrautinni er hlaupið, hjólað og synt.
Í þríþrautinni er hlaupið, hjólað og synt. AFP

Alþjóðaþríþrautarsambandið tilkynnti í dag að allir sex rússnesku keppendurnir sem skráðir hefðu verið til leiks á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst fengju keppnisleyfi þar.

„Enginn þeirra sex rússnesku þríþrautarmanna (þrír karlar og þrjár konur) sem hafa unnið sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2016 eru í McLaren-skýrslunni og enginn þeirra hefur áður verið í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi,“ segir í yfirlýsingu sambandsins.

„Þau hafa öll verið lyfjaprófuð utan Rússlands og þess vegna verður mælt með því til IOC að þessir sex íþróttamenn fái að keppa í Ríó í næsta mánuði,“ segir þar ennfremur.

Alþjóðaólympíunefndin, IOC, vísaði því til heimssambandanna í hverri grein fyrir sig hvort rússnesku íþróttafólki yrði heimilað að keppa á leikunum í Ríó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert