Stjarnan styrkir blaklið sín

Stjarnan hefur styrkt sig, bæði karla- og kvennamegin.
Stjarnan hefur styrkt sig, bæði karla- og kvennamegin. mbl.is/Golli

Blakdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningum við tvo erlenda leikmenn sem munu leika með Garðabæjarliðinu á komandi keppnistímabili.

Leikmennirnir sem um ræðir heita Rosilyn Cummings en hún er fædd og uppalin í New York. Hún spilaði fyrir SUNY Plattsburgh í þrjú tímabil frá 2011-2013. Hún státar af frábærum árangri með liðinu sem fyrirliði. Á síðasta ári sínu leiddi hún deildina í skoruðum stigum í hrinu en öll árin var hún heiðruð fyrir frábæran árangur (All-Conference Honors) og átti hún sæti í úrvalsliði deildarinnar. Þá var hún valin mikilvægasti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili sínu.

Hinn leikmaðurinn er Matthew Gibson. Hann er kanadískur uppspilari en á árunum 2007-2015 spilaði hann fyrir University of Western Ontario Mustangs og Durham College Lords. Eftir síðasta tímabilið hjá Durham College Lords (Oshawa, Ontario) var hann valinn í úrvalslið austurdeildar OCAA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert