Gunnar Nelson berst í nóvember

Gunnar Nelson berst við Dong Hyun Kim í Belfast í …
Gunnar Nelson berst við Dong Hyun Kim í Belfast í nóvember. Ljósmynd/Skjáskot

Gunnar Nelson, fremsti MMA-bardagakappi á Íslandi, mætir Dong Hyun Kim á UFC-bardagakvöldinu sem fer fram í Belfast á Norður-Írlandi 19. nóvember næstkomandi. Það er hinn afar áreiðanlegi blaðamaður, Ariel Helwani, sem greindi frá þessu í gær.

Gunnar vann síðasta bardaga sinn gegn rússneska bardagakappanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí en hann vann þá með uppgjafartaki.

Nú er ljóst að hann mun berjast gegn hinum 34 ára gamla Dong Hyun Kim í nóvember en Kim kemur frá Suður-Kóreu og á sextán bardaga að baki í UFC og hefur aðeins tapað þremur bardögum.

Hann er í 10. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en hann deilir sæti með Rick Story sem sigraði Gunnar í Stokkhólmi í Svíþjóð í október fyrir tveimur árum.

Ariel Helwani greindi frá því á MMAfighting.com að bardagi Gunnars og Kim komi til með að vera aðalbardaginn í Belfast 19. nóvember en miðasala á bardagakvöldið hefst 23. september næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert