Stórbætti metið í 3.000 hindrun

Ruth Jebet í methlaupinu í París í kvöld.
Ruth Jebet í methlaupinu í París í kvöld. AFP

Ruth Jebet, nítján ára stúlka frá Kenýu sem keppir undir merkjum Barein setti í kvöld heimsmet í 3.000 metra hindrunarhlaupi á demantsmótinu í París.

Segja má að Jebet hafi tætt gamla metið í sig, en það var sex sekúndum lakara, sett árið 2008 af rússnesku hlaupakonunni Gulnara Samítova-Galkína.

Jebet varð ólympíumeistari í greininni á nýafstöðnum leikum  í Ríó de Janero. Á mótinu í kvöld hljóp  hún vegalengdina á 8:52,82 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert