Leggur Fury hanskana á hilluna?

Tyson Fury hefur mögulega barist í hnefaleikahringnum í síðasta skipti.
Tyson Fury hefur mögulega barist í hnefaleikahringnum í síðasta skipti. AFP

Eddie Hearn sem er einn fremsti sérfræðingur Bretlandseyja um hnefaleika telur að enski hnefaleikmaðurinn Tyson Fury muni ekki snúa aftur í hringinn. Fury hafði betur gegn Wladimir Klitschko og varð heimsmeistari í þungavigt í nóvember á síðasta ári.

Fury var fyrir tveimur vikum sviptur heimsmeistaratitli sínum af alþjóðahnefaleikasambandinu þar sem hann hefur tvívegis þurft að hætta við að mæta Vyacheslav Glazkov í baráttu um heimsmeistaratitilinn. Fury hefur ekki treyst sér til þess að mæta Glazkov vegna andlegrar vanheilsu sinnar. 

Fury var nýverið sviptur titlum sínum af alþjóðahnefaleikasambandinu og sú ákvörðun mun að öllum líkindum standa eftir baráttu í dómsmáli. Ég held að Fury muni í kjölfarið láta gott heita í hnefaleikum,“ sagði Hearn í samtali við fjölmiðla. 

„Fury hefur glímt við andleg veikindi og ekki treyst sér í hringinn síðustu misseri, en þar sem heimsmeistaratitillinn í þungavigt er stór hluti af tekjum alþjóða hnefaleikasambandsins tók sambandið viðskiptalega ákvörðun og svipti Fury titlum hans,“ sagði Hearn enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert