Róbert og Arna unnu Atlamótið

Arna Karen Jóhannsdóttir vann í einliðaleik í meistaraflokki kvenna á …
Arna Karen Jóhannsdóttir vann í einliðaleik í meistaraflokki kvenna á Akranesi um helgina. Ljósmynd/Sportmyndir.is

Þriðja mót Dominos mótaraðar BSÍ í badminton, Atlamót ÍA, fór fram um helgina. Í einliðaleik karla í meistaraflokki hafði Róbert Þór Henn úr TBR betur gegn Kristófer Darra Finnssyni úr TBR í úrslitum 21:16 og 21:17. Í einliðaleik kvenna í meistaraflokki lagði Arna Karen Jóhannsdóttir úr TBR Hörpu Hilmisdóttur úr BH að velli í úrslitum 21:18 og 21:12.

Í tvíliðaleik karla sigruðu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson úr TBR þá Róbert Inga Huldarsson og Tomas Dovydaitis úr BH í úrslitum 21:6 og 21:18.

Sigurvegarar í tvíliðaleik kvenna voru Anna Margét Guðmundsdóttir og Harpa Hilmisdóttir úr BH hlutskarpastar, en þær unnu Örnu Karen Jóhannsdóttur og Þórunni Eylands úr TBR í úrslitum eftir oddalotu 21:11, 21:9 og 21:14.

Í tvenndarleik sigruðu Davíð Bjarni Björnsson úr TBR og Harpa Hilmisdóttir úr BH, en þau unnu í úrslitum Róbert Inga Huldarsson og Önnu Margréti Guðmundsdóttur úr BH 21:18 og 21:14.

Í A-flokki sigraði Haukur Gylfi Gíslason Samherjum í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Einar Sverrisson úr TBR 21:12 og 21:16. Í einliðaleik kvenna vann Ingibjörg Sóley Einarsdóttir úr BH sem vann Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur úr BH eftir oddalotu 21:15, 22:20 og 21:16.

Í tvíliðaleik karla unnu Elvar Már Sturlaugsson úr ÍA og Haukur Gylfi Gíslason úr Samherjum, en þeir unnu Andra Broddason og Einar Sverrisson úr TBR 21:13 og 21:14.

Tvíliðaleik kvenna unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttur ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir úr UMFS, en þær unnu Höllu Maríu Gústafsdóttur og Unu Hrund Örvar úr BH í hörkuspennandi leik 21:11, 21:19 og 21:17 eftir oddalotu.

Í tvenndarleik sigruðu Elvar Már Sturlaugsson úr ÍA og Elín Ósk Traustadóttur  úr BH, en þau unnu Bjarna Þór Sverrisson úr TBR og Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur úr ÍA 21:17 og 21:16.

Í B-flokki vann Brynjar Már Ellertsson úr ÍA einliðaleik karla. Brynjar Már sigraði í úrslitum Elís Þór Dansson úr TBR 21:16 og 21:13. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli og Björk Orradóttir úr TBR stóð uppi sem sigurvegari.

Tvíliðaleik karla unnu Elís Þór Dansson úr TBR og Símon Orri Jóhannsson úr ÍA. Þeir unnu Brynjar Má Ellertsson og Tómas Andra Jörgensson úr ÍA í úrslitum 21:19, 21:14 og 21:17 eftir oddalotu. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki.

Í tvenndarleik unnu Tómas Andri Jörgensson og Irena Rut Jónsdóttir úr ÍA, en þær sigruðu Brynjar Má Ellertsson úr ÍA og Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur úr UMFS í úrslitum 21:19 og 21:11.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert