Vill verða forseti

Jelena Isinbayeva.
Jelena Isinbayeva. AFP

Í gær tilkynnti stangarstökkvarinn og margfaldi verðlaunahafinn Jelena Isinbayeva að hún myndi bjóða sig fram til forsetaembættis rússneska frjálsíþróttasambandsins. Kosningin fer fram þann 9. desember á aðalfundi rússneska frjálsíþróttasambandsins.

Markmið Isinbayeva sem forseti eru að byggja aftur upp orðspor rússnesks frjálsíþróttafólks innan Alþjóða frjálsíþróttasambandsins en frjálsíþróttafólki frá Rússlandi var meinuð þátttaka á nýafstöðunum ólympíuleikum í Ríó vegna stófellds lyfjahneykslis.

Isinbayeva er margaldur heims- Evrópu og ólympíumeistari í stangarstökki og hún á heimsmetið í greininni utanhúss sem er 5,06 metra en fyrr á þessu ári lagði hún stöngina á hilluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert