Ætlum okkur titilinn í ár

Esjumenn unnu meistarana um helgina.
Esjumenn unnu meistarana um helgina. mbl.is/Ófeigur

„Þetta lítur ljómandi vel út hjá okkur og við ætlum okkur alla leið og að vinna titilinn í ár,“ sagði Egill Þormóðsson, leikmaður UMF Esju í íshokkí, eftir að liðið lagði Skautafélag Akureyrar nyrðra á laugardaginn. Bráðabana í vítakeppni þurfti að knýja fram sigur.

Þó svo að Esja hafi unnið fyrstu sex leikina hafa báðir leikirnir við Skautafélag Akureyrar verið jafnir og spennandi. „Já, við erum ekkert búnir að afskrifa Akureyringa, þeir eru góðir og alltaf að verða betri og betri. Báðir leikirnir við þá fóru í framlengingu, þannig að þetta er ekkert gefið,“ sagði Egill.

Leikurinn á laugardaginn byrjaði samt ekki vel fyrir Esjumenn. „Nei, ætli við höfum ekki verið eitthvað eftir okkur eftir rútuferðina norður. Þeir rúlluðu hreinlega yfir okkur fyrstu tíu mínúturnar, en svo kom þetta hjá okkur,“ segir Egill.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert