Björninn vann í vítakeppni

Eric Anderberg úr Birninum á fullri ferð í leiknum í …
Eric Anderberg úr Birninum á fullri ferð í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björninn hafði betur á móti SR í Hertz-deild karla í íshokkíi í  Egilshöllinni í kvöld þar sem úrslitin réðust í vítakeppni eftir framlengingu.

Það stefndi allt í öruggan sigur Bjarnarins. Liðið komst í 4:0 og þannig var staðan þegar komið var fram í þriðja og síðasta leikhluta en SR-ingar áttu frábæran endasprett og náðu að jafna metin og knýja fram framlengingu. Ekkert var skorað í henni en í vítakeppninni fagnaði Björninn sigri.

Ingþór Árnason, Andri Helgason, Úlfar Andrésson og Kristján Kristinsson skoruðu mörk Bjarnarins í leiknum en Jan Kolibar skoraði tvö marka SR og þeir Robbie Sigurðsson og Herman Oldrich skoruðu mörk SR.

Eftir sex umferðir í deildinni er Esja með 15 stig á toppnum, Björninn er með 12, SA 5 og SR 4 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert