„Ég sný fljótlega aftur“

Gunnar Nelson átti að mæta Dong Hyun „Stun Gun“ Kim …
Gunnar Nelson átti að mæta Dong Hyun „Stun Gun“ Kim 19. nóvember. Mynd/UFC

„Ég vil byrja á því að biðja aðdáendur mína, styrktaraðila og vini afsökunar á því að ég hafi þurft að hætta við að keppa í bardaganum í Belfast,“ segir Gunnar Nelson á Instagram-síðu sinni.

Eins og kom fram í síðustu viku mun Gunnar ekki mæta Dong Hyun Kim í aðal­b­ar­daga UFC-kvölds­ins í Belfast 19. nóv­em­ber eins og ráðgert hafði verið. Gunnar er meiddur og getur ekki keppt.

„Ég hlakkaði svo mikið til að keppa aftur á Írlandi en svo verð ég að sleppa því út af því að ég sneri mig á ökkla á opinni æfingu!!“ skrifar Gunnar ennfremur og er augljóslega pirraður. Hann hafi fljótlega áttað sig á því hversu slæm meiðslin voru.

Gunnar hafi reynt allt sem í hans valdi stóð til að vera klár í slaginn í næsta mánuði en því miður hafi endurhæfingin tekið of langan tíma. „Fyrir viku sögðu þjálfararnir mér að þetta tæki lengri tíma og ég gæti ekki farið inn í bardagann á einum ökkla.“

Gunnar biður að lokum afsökunar þá sem höfðu þegar keypt sér miða á bardagann og hlökkuðu til hans, eins og Gunnar hlakkaði til. 

„Ég sný fljótlega aftur, betri en nokkru sinni fyrr. Þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn.“

Færslu Gunnars má sjá hér að neðan:

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BL_UMHQgT_l/" target="_blank">I want begin with saying im very sorry to all my fans, sponsors, friends and StunGun that im pulling out of this fight in Belfast. I was so much looking forward to fighting again in Ireland and now its not happening because of a stupid ankle twist that ironacly happend in a UFC open work out!! It happend at 1:08min into the video that was live on facebook for those who want to see it, its still up i think. Right away i wasnt sure how serious it was so i kept face and rolled a little on but told my training partner Kenny Baker about it during and he knew all about it he said because he felt the massive click when it happend. I was forced to stop within minutes because i relised it was bad. For a few days i was not able to put any weight on the leg and thought i had to pull out and felt devastated but then within 10 days i got to a state where i could walk normaly without much pain so i thought again that i was gonna fight and felt great. For a few weeks i was doing everything that i could to get better so i would be able to return to proper training again but that next step of being able to bounce, move in and out and grapple just would not happend. I kept doing everything i could wich was mostly rowing, swimming and bits here and there thinking i would get there. A week ago my trainers told me and i was starting to relise that this was gonna take more time and i could not go into this fight with one ankle and not realy any martial art training at all :( Again i am so sorry for this but to all who already booked their tickets and travels and all the fans that were looking forward to this fight like I was. I will be back soon better then ever. Thank you all for all the support and I'm sorry for any inconvenience. Photo: @michaelquiet</a>

A photo posted by Gunnar Nelson (@gunninelson) on Oct 25, 2016 at 7:30am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert